Um okkur

Timberland

Timberland leggur mikla áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð. Við vinnum stöðugt að því að draga úr umhverfisáhrifum framleiðslu okkar, með áherslu á endurvinnslu, vistvæn efni og bættar vinnuaðstæður.

Saga Timberland hófst í Boston árið 1918 þegar Nathan Swartz hóf að læra að smíða skó. Hann keypti síðan helminginn af Abington Shoe Company árið 1952 og seinna allt fyrirtækið. Synir hans komu þá inn í reksturinn og saman hófust þeir handa við að hanna vatnshelda skó. Árið 1973 kom hinn klassíski Original Yellow Boot™ til sögunnar, þegar fundist hafði aðferð til þess að festa leðrið við sólann án þess að gata það. Vegna vinsælda skónna var ákveðið að breyta nafni fyrirtækisins í The Timberland Company í höfuðið á vatnsheldu skónum. Smátt og smátt var svo farið að framleiða fleiri tegundir af skóm og fatnað fyrir almennan markað.

Timberland er þekktast fyrir skóna, „The Yellow Boot“ en framleiðir í dag hágæða fatnað og skó sem ber vitni um gæða handverk, nýtingu og fallega hönnun. Fyrirtækið hefur verið leiðandi í hönnun, framleiðslu, og markaðssetningu á gæða skóm, fatnaði og fylgihlutum fyrir nútíma borgarútivist.

Árið 2011 var fyrirtækið selt til VF Corporation sem er með höfuðstöðvar í Bandaríkjunum, en fyrirtækið er einn stærsti framleiðandi af skóm og fatnaði í heimi.

Timberland hefur tileinkað sér framleiðslu á gæðavörum fyrir sína viðskiptavini, virðingu fyrir umhverfinu og samfélagslega ábyrgð. Þar er lögð rík áhersla á umhyggju fyrir umhverfinu og að minnka kolefnisspor rekstrarins með því að endurnýta efni eins og hægt er og stunda ábyrga viðskiptahætti.

Timberland hefur sett sér það metnaðarfulla markmið að framleiðsla vörunnar verði ekki bara sjálfbær heldur einnig jákvæð fyrir jörðina árið 2030. Þetta felur í sér að vörurnar okkar stuðli að endurvinnslu, kolefnisbindingu, ræktun skóga og aðstoð við vatnsból.

Með því að smella á 'Samþykkja allt' samþykkir þú að við getum safnað upplýsingum um þig í ýmsum tilgangi, þar á meðal: Tölfræði og markaðssetningu