Skilmálar
1. Kaupskilmálar vefverslunar TBLSHOP Ísland ehf.
Neðangreindir skilmálar gilda fyrir vefverslun TBLSHOP Ísland ehf . Vinsamlegast kynntu þér þá vandlega áður en þú pantar vörur á www.tbls.is
Verslanir TBLSHOP ehf Timberland og Marc O´Polo eru reknar á fyrstu og annarri hæð í Kringlunni og Smáralind af TBLSHOP Ísland ehf. 491002-3360. Virðisaukaskattsnúmer 76779. Símanúmer er +354-533-2290. Ef þú hefur einhverjar ábendingar um netverslun eða verslanir okkar biðjum við þig um að senda okkur tölvupóst á marcopolo@marcopolo.is.
TBLSHOP Ísland ehf áskilur sér rétt til að breyta reglum og skilmálum án fyrirvara. Öll verð á síðunni eru birt með fyrirvara um prentvillur.
2. Upplýsingar um Seljanda
Seljandi er TBLHSOP ehf. kt .491002-3360, Kringlunni 8-12, 103 Reykjavík. Vörur TBLSHOP ehf. eru ætlaðar til persónulegra nota. Ekki er leyfilegt að stunda endursölu á vörum frá Marc O´Polo og Timberland án tilskilinna leyfa.
3. Greiðslumöguleikar
Boðið er að greiða með greiðslukorti, debetkorti og Netgíró í netverslun TBLSHOP ehf.
4. Lög og varnarþing
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun TBLSHOP Ísland ehf á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu einungis vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
5 . Eingöngu til einkanota
Vörur seldar úr netverslun TBLSHOP eru eingöngu til persónulegra nota. Ekki er leyfilegt að stunda endursölu á vörum TBLSHOP ehf án tilskilinna leyfa.
5. Reglur og Skilmálar varðandi friðhelig og vafrakökur (cookies)
Reglur varðandi friðhelgi
Persónulegar upplýsingar sem við fáum frá þér
Þær upplýsingar sem þú skráir í pöntunarferlinu eru eingöngu notaðar til þess að hægt sé að klára pöntunina og koma vörunum til þín á fljótan og öruggan hátt.
Þegar þú pantar vöru í vefverslun eru upplýsingar um kreditkortið þitt aðeins vistaðar á meðan viðskiptin fara fram og eru samþykkt í kerfinu. Korta geymir kortaupplýsingar þínar í öruggum kerfum sínum, en ekki á greiðslusíðunni sjálfri. Að auki tryggir Korta öryggi kortagreiðslu þinnar með 3 D Secure.
Um leið og pöntunin er staðfest og þú færð staðfestinguna í hendur verður öllum upplýsingum um kortið eytt úr kerfinu. Kortaupplýsingar þínar eru öruggar á meðan ferlinu stendur. Fyrir frekari upplýsingar um öruggi greiðslu þinnar með aðstoð Straum.is vísum við til heimasíðu þeirra.
Hvað með vafrakökur (cookies)?
\“Cookies“ eða vafrakökur eru upplýsingar sem vefforritið þitt geymir í tölvunni þinni að beiðni netþjóna. TBLShop notar þessar upplýsingar til að vita hversu oft þú heimsækir heimasíðuna, hvað þú setur í körfuna þína, hvernig fyrri pantanir þínar voru og til að kynna þig fyrir vörum sem gætu vakið áhuga þinn.
Vafrakökurnar eru hannaðar til að þjóna þínum þörfum og þú ættir ekki að hafa áhyggjur af þeim.
Flestir vafrar eru stilltir þannig að þeir taka sjálfvirkt við vafrakökum en hægt er að stilla þá þannig að notandinn þurfi að samþykkja hvert tilvik. Enda þótt þú kjósir að leyfa ekki vafrakökur geturðu samt sem áður notað flest alla hluta vefsíðu okkar, þar á meðal verslunarkerfið.
Með því að nota vefsíðu TBLShop samþykkirðu notkun á vafrakökum.
Nánari upplýsingar varðandi eyðingu eða stjórn á vafrakökum er að finna á www.AboutCookies.org. Möguleikar þínir á notkun vefsíðu TBLShop gætu takmarkast við slíkar breytingar.
6. AÐ VERSLA Á VEFNUM OKKAR
Við leggjum mikla áherslu á að vernda persónulegar upplýsingar með því að fylgja viðeigandi öryggisstöðlum, hvort sem upplýsingarnar eru aflaðar eða geymdar á netinu eða annars staðar. Við tökum allar nauðsynlegar og skynsamlegar ráðstafanir til að koma í veg fyrir að upplýsingarnar glatist, verði stolið, óviðkomandi aðilar fái aðgang, eða að þær verði birtar, afritaðar, notaðar, breyttar eða eytt. Sérstök áhersla er lögð á öryggi þegar vörur eru keyptar í gegnum vefsíðuna, þar sem SSL-skilríki eru notuð til að tryggja örugga dulritun samskipta.
SSL-skilríkin tryggja að gögn sem send eru í gegnum vefinn, eins og lykilorð, séu dulkóðuð og varin gegn óæskilegum aðilum. Þannig er gagnaflutningur milli notenda og vefmiðlara öruggur og upplýsingarnar skila sér örugglega á réttan stað.